Jólalag dagsins - Í Syngjandi Jólasveiflu

Þar sem kominn er laugardagur er tilvalið að koma sér í sannkallaða jólasveiflu. Skagfirski tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson gaf út jólaplötu með frumsömdum lögum fyrir jólin 2013, Jólastjörnur Geirmundar. Þá hafði ekki komið plata frá Geirmundi frá árinu 2008.

Talið var að um 700 manns hafi mætt á tvenna útgáfutónleika Geirmundar sem haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði en þar komu fram landsþekktir söngvarar eins og lesa má um HÉR.

Í Syngjandi Jólasveiflu heitir jólalag dagsins en með Geirmundi syngur hin geðþekka söngkona Berglind Björk Jónasdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir