Opið hús á Tyrfingsstöðum
Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.
Hátt í 300 nemendur, íslenskir og erlendir hafa sótt námskeið sem eru haldin hafa verið á vegum Fornverkaskólans, samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, og eigenda Tyrfingsstaða og er afraksturinn einstaklega heilleg bæjarheild.
Í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019 verður opið hús að Tyrfingsstöðum laugardaginn 31. ágúst næstkomandi, frá kl. 14:00 – 16:00. Gestum gefst þá tækifæri til að skoða og fræðast um uppbygginguna sem hefur átt sér stað á umliðnum árum.
/fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.