WAITING FOR SUPERMAN / Daughtry

Bandaríska rokksveitin Daughtry var stofnuð af Chris Daughtry sem einhverjir muna kannski eftir sem sköllótta gaurnum sem komst í úrslit í fimmta sísoni hins ameríska Ædols. Kappinn endaði þar í fjórða sæti en hefur átt farsælli feril en flestir þeirra sem sprottið hafa fram á sjónarsviðið í kjölfar þáttanna.

Fyrsta plata Daughtry sem kom út árið 2006 og bar sama nafn og bandið sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum og nú skommu fyrir áramót kom fjórða platan út og kallast hún Baptized. Daughtry hafa selt vel yfir 20 milljón plötur á sínum ferli og spila klassískt melódískt rokk.

Hér fylgir með myndband með fyrsta laginu sem naut vinsælda af Baptized en það kallast Waiting For Superman og myndbandið er nánast hættulega melódramatískt.

http://www.youtube.com/watch?v=SXjXKT98esw

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir