112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra ætla að efna til hópaksturs um Hvammstanga í tilefni 112 dagsins sem haldinn er á morgun, þann 11.2. Á Blönduósi verður einnig farið í hópakstur en þar verður lagt upp frá lögreglustöðinni.

Á Hvammstanga er öllum sem áhuga hafa boðið að fara með í bílana meðan pláss leyfir en lagt verður af stað frá Húnabúð klukkan 17:00. Hópakstrinum lýkur svo við Húnabúð þar sem almenningi er boðið að skoða búnað, tæki og fleira ásamt því að kynnast starfemi viðbragðsaðilanna. Í Húnabúð verður meðal annars uppsett tjald sem er í hópslysakerru Björgunarsveitarinnar Húna. Allir eru hvattir til að kíkja við og þiggja kaffi og kökur og fagna deginum með viðbragsaðilum í Húnaþingi vestra.

Á Blönduósi ætla viðbragðsaðilar að hittast við lögreglustöðina og fara þaðan í hópakstur um bæinn. Tæki þeirra verða til sýnis við slökkvistöðina að loknum hópakstrinum eða frá kl. 16:00-18:00. Léttar veitingar verða í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir