142 metra löng snekkja í Skagafirði

Snekkjan heitir því snubbótta nafni A. Mynd: SiggaG
Snekkjan heitir því snubbótta nafni A. Mynd: SiggaG

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.

Snekkj­an hefur verið í nokkrar vikur í Eyjafirði en er nú komin í Skagafjörðinn. Hún er sögð hafa kostað um 50 milljarða og er 142 metra löng og möstr­in eru um 100 metr­ar á hæð. Melnitsénkó fékk hana af­henta 2017 og var hún smíð­uð af þýsk­u skip­a­­smíð­a­­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­a hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir