40/40 minningartónleikar

Undirbúningur hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi, sem er listahátíð ungs fólks í Húnaþingi vestra, stendur nú yfir af fullum krafti. Einn af hápunktum hátíðarinnar eru minningartónleikarnir 40/40 sem haldnir verða strax að lokinni hefðbundinni setningu hátíðarinnar, miðvikudaginn 24. júlí kl 21:00.

Tónleikarnir eru til minningar um þá Vestur-Húnvetninga sem látist hafa innan við fertugt á síðustu fjörutíu árum, eins og sagt er frá á Norðanátt.is lögðu skipuleggjendur tónleikanna af stað í mikla óvissuferð þegar þeir byrjuðu undirbúningstímann í vetur, með samtölum við þá sem hafa misst. Viðbrögð þeirra hafa hins vegar verið svo góð og hvetjandi að undirbúningurinn í heild hefur gengið vel og verið gefandi.

Flutningsmenn tónlistar og söngs eru blanda af núverandi íbúum í Húnaþingi sem og brottfluttum Húnvetningum og verður eitt lag leikið til minningar um hvern og einn sem fellur innan þessa áðurnefnda ramma. Aðgangur á tónleikana verður ókeypis.

 

Fleiri fréttir