50% fjölgun á atvinnuleysisskrá
Mikið hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá síðustu þrjár vikurnar eða úr um 88 og upp í 133 eins og staðan er í dag. Hefur því atvinnulausum fjölgað um 50% á nokkrum vikum.
Enn er eitthvað um laus störf á starfatorgi Vinnumálastofnunnar en ljóst er að verulega hefur þrengt að á vinnumarkaði á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar.