Aðalfundir Félaga kúabænda í Húnavatnssýslum

Aðalfundur Félags kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi í dag, mánudaginn 20. febrúar kl. 13. 

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, einnig mun framkvæmdastjóri LK fara yfir helstu atriði í starfi Landssambandsins þessi misserin.

Aðalfundur NFVH

Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnvetninga verður haldinn í Ásbyrgi, fimmtudaginn 23.feb. 2012, kl. 13:00. Fundargestum verður boðið upp á súpu fyrir fund, milli kl. 12:00 og 13:00.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og veittar viðurkenningar. Á fundinn kemur Baldur H. Benjamínsson frá LK og frá búnaðarsambandinu kemur Þórður Pálsson.

 

 

 

 

Fleiri fréttir