Árshátíð grunnskólans á Hvammstanga
Í kvöld verður haldin árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst kl. 20:00.
Á dagskránni verða skemmtiatriði í Félagsheimilinu en að þeim loknum verða kaffiveitingar í boði í húsnæði skólans á Hvammstanga og jafnhliða hefst dansleikur þar sem hljómsveitin Gegndrepa heldur uppi stuðinu. Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda. Fólk er hvatt til að skella sér á árshátíð hjá krökkunum en minnt er á að ekki er tekið við kortum.