Auglýst eftir kertum
Starfsfólk Iðju Brekkugötu 14 á Hvammstanga auglýsir eftir afgangskertum sem annars mundu lenda í ruslinu í jólahreingerningunni.
Kertin nýtir starfsfólk Iðju í starfsemi sinni. Opið er í Iðju milli 08 og 16 en utan opnunartíma er hægt að skilja kertapoka eftir fyrir utan hurðina á Iðju.