Bændur fá meira fyrir mjólkina

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Þann 1. janúar næstkomandi mun lágmarksverð mjólkur til bænda hækka um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækka um 2,5%.

Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. september 2018. Þá kemur einnig fram að frá síðustu verðlagningu hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,9% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 5,2%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir