Bankaútibúum fækkar ekki að sinni
Nýi Landsbankinn gaf það út í síðustu viku að starfsfólk í útibúum á landsbyggðinni héldi störfum sínum og það sama virðist vera upp á teningnum í Nýja Kaupþingi.
Í Nýja Kaupþingi hefur staða útibúa á landsbyggðinni ekki verið rædd og því enn sem komið er ekki fyrirhugaður niðurskurður þar á bæ.
Landsbankinn sagði skömmu fyrir bankakreppu upp einum starfsmanni í útibúi sínu á Sauðárkróki en aðrir starfsmenn halda störfum sínum.