Basar til minningar um Kristínu
Kvenfélagið Björk á Hvammstanga ætlar að halda basar til þess að heiðra minningu Kristínar Aðalsteinsdóttur fyrrum kvenfélagskonu sem lést sl. vetur.
Basarinn verður haldinn fimmtudaginn 9.október kl.16.00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á boðstólum verður slátur, berjasultur, hlaup og annað góðgæti heimafengið sem kvenfélagskonur hafa unnið að, að undanförnu.
Allur ágóði sölunnar rennur til Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs.