Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.

Á bókarkápu segir að skáldsögur Linnankoski þyki mikil meistaraverk, einkum þó Flóttafólkið. Er hún sögð skipa einstakan sess í finnskri bókmenntasögu og sóma sér vel í hópi bestu skáldsagna evrópskra bókmennta. Í sögunni þykja hæfileikar höfundar til að segja harmræna sögu með spaugilegu ívafi njóta sín til fulls.

Sagan segir frá Gústaf í Miðhúsum sem fær Juha, gamlan auðugan ekkkil, til að kvænast ungri dóttur sinni til að bjarga jörð Gústafs undan hamrinum. Óvæntur atburður setur þó strik í reikninginn. Sagan byggir á sönnum atburðum sem áttu sér stað í heimahéraði Linnankoski.

Bókin kostar 2.500 kr. beint frá útgefanda og hægt er að senda tölvupóst til sighp46@gmail.com eða hringja í síma 892-3215.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir