Breikkun á gönguleið við Laugarbakka
Í gilinu á Laugarbakka, á milli Laugarbakkaþorps og Gilsbakka, stendur nú yfir breikkun á gönguleið. Vegurinn þarna yfir er nánast í fullri breidd en nú er verið að bæta utan á vegin að austanverðu og þessi nýja breikkun er ætluð undir gönguleið.
Efnið í breikkunina er tekið við Miðfjarðarárbrú við þjóðveg 1 og sér Garðar Guðmundsson um verkið.
-Eftir þessa breikkun, sem hefði mátt koma fyrir mörgum árum, er orðið öruggara og þægilegra að ferðast þarna sem gangandi vegfarandi, segir á Húnaþingsblogginu.
/ hunathing.123.is