Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Frá Skagaströnd: Mynd: PF.
Frá Skagaströnd: Mynd: PF.

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.

Í tilkynningu klúbbsins segir að tunglið, sem verður ríkjandi fyrir október, hafi kviknað 28. september í vestri. Nýtt tungl mun kvikna aftur 28. október í norðaustri og er það mánudagstungl, sem ýmist er gott eða vont.

„Það er tilfinning fyrir því að októbermánuður verði góður, svona nokkuð svipaður og september. Það er þó eðlilegt fyrir árstímann að það kólni, a.m.k. að nóttu og þegar líður á mánuðinn eigum við von á snjókomu í stuttan tíma. Áttir verða breytilegar og von á þokkalegasta stóðréttarveðri um helgina.“

Með haustkveðju Veðurklúbbsins fylgir að venju veðurvísa:

Í október hefst skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt,
í norðurljósageim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir