Draumaraddir aftur af stað
Æfingar hjá Draumaröddum norðursins eru að hefjast aftur eftir áramót, byrja í þessari viku á fjórum stöðum.
Kórinn er fyrir stúlkur á Norðurlandi vestra á aldrinum 10-16 ára.
Nýjar stúlkur eru velkomnar og geta áhugasamar stúlkur geta haft samband við kennara á hverjum stað.
Æfingar:
Blönduós, miðvikudaga kl. 16:30 – Þórhallur Barðason, kennari
Hvammstangi, þriðjudaga kl. 14:30 – Elínborg Sigurgeirsdóttir, kennari
Skagafjörður, þriðjudaga kl. 18:00 – Alexandra Chernyshova, kennari
Skagaströnd, föstudaga kl. 13:30 – Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, kennari
Stefnt er að tónleikum um páskana með nýtt og spennandi tónleikaprógam.