Elín Líndal nýr formaður SSNV
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðvesturlandi og hefur Elín Líndal varaformaður tekið við formennskunni.
Samkvæmt samningi sem lá fyrir milli sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNV átti formennskan að færast frá Skagfirðingum til Vestur Húnvetninga á aðalfundi SSNV í apríl en fundinum var frestað sökum alþingiskosninga.