Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður – Kakalaskáli tilnefndur til verðlaunanna

Eitt verka í Kakalaskála.
Eitt verka í Kakalaskála.

Kakalaskáli í Skagafirði er eitt þriggja verkefna sem hafa verið formlega tilnefnd til verðlauna Eyrarrósarinnar í ár en hún er nú veitt í sextánda sinn. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann í ár. Þau eru:

Júlíana – hátíð sögu og bóka (Stykkishólmur)
Kakalaskáli í Skagafirði (Akrahreppur)
Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði (Fjallabyggð, Siglufjörður)
Plan B Art Festival (Borgarbyggð/Vesturland)
Reykholtshátíð (Borgarfjörður/Vesturland)
Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda (Patreksfjörður)

Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar næstkomandi á Seyðisfirði, heimabæ handhafa Eyrarrósarinnar 2019; listahátíðarinnar List í ljósi. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

Sá nánar HÉR

Kakalaskáli í Skagafirði - TILNEFNING
Í Kakalaskála er sögu Sturlungaaldar miðlað á afar áhugaverðan hátt. Um er að ræða sögu- og listasýningu með hljóðleiðsögn. Sýningin var unnin af 14 listamönnum frá 10 mismunandi þjóðlöndum vorið 2019 sem gefur nýja og ferska sýn á þjóðararfinn og stendur fyrir sínu bæði sem sögu- og listasýning. Á staðnum er einnig sérstætt útilistaverk sem sviðsetur Haugsnesbardaga. Útilistaverkið samanstendur af rífega 1300 steinum sem taka hver álíka pláss og einn maður í herfylkingu myndi gera. Sviðsmyndin sýnir fylkingar Sturlunga og Ásbirninga skömmu áður en þær skella saman í bardaga. Verkið er unnið af Sigurði Hansen.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir