Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Útskrift fíkniefnahunda og þjálfara þeirra á Hólum 2019. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.
Útskrift fíkniefnahunda og þjálfara þeirra á Hólum 2019. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.

Fíkniefnateymin prófuð í bílaleitum á Sauðárkróki. Mynd af FB-síðu Lögreglunnar á NV.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að yfirumsjón með náminu var í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar en prófdómarar komu frá hundaskóla Metropolitan lögreglunnar í London.

„Þarna útskrifuðust m.a. þrír fíkniefnahundar sem eru bræður og eru þeir undan þeim Þoku og Vinkel sem einnig eru fíkniefnahundar. Tilheyra bræðurnir hver sinni löggæslustofnuninni þ.e. tollgæslunni, fangelsismálastofnun og lögreglustjóranum á Austurlandi,“ segir í færslunni.

Við útskriftina voru viðstaddir gestir sem komu víða að, þar á meðal var sendiherra Bretlands sem var heiðursgestur.

„Hólar í Hjaltadal skörtuðu sínu fegursta í tilefni dagsins og er löggæslumönnunum og hundum þeirra óskað velfarnaðar og velgengni í baráttunni við fíkniefnavána,“ segir á FB-síðu lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir