Fimm flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys

TF LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd af lhg.is.
TF LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd af lhg.is.

Umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 um Hrútafjarðarháls, upp úr klukkan 22 í kvöld, er þar valt bifreið á norðurleið en mikil hálka var á vettvangi er óhappið varð. Í bifreiðinni voru tveir fullorðnir og þrjú börn.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að öll hafi þau verið flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. „Þrennt sennilega óslasað. Ekki er vitað nákvæmlega um meiðsl hinna tveggja en vonast er til að meiðslin séu ekki alvarleg. Óhappið og tildrög þess eru í rannsókn,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir