Fimm hljóta styrk úr Húnasjóði

Á fundi í byggðarráði Húnaþings vestra sl. miðvikudag var farið yfir umsóknir í Húnasjóð. Sex umsóknir bárust um styrk úr sjóðnum, þar af fimm sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar.  Byggðarráð samþykkti að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2019:

Helga Rún Jóhannsdóttir, nám til sveinsprófs í bakaraiðn. 
Freydís Jóna Guðjónsdóttir, nám til Bs. prófs í sálfræði.
Anna Dröfn Daníelsdóttir, nám til Ma. prófs í læknisfræði.
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, nám til Bs. prófs í sjúkraþjálfun.
Anton Birgisson, diplómanám í íþróttasálfræði.
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.

Samkvæmt úthlutunarreglum Húnasjóðs geta eftirtaldir fengið fullan styrk úr sjóðnum:

  • Þeir sem stunda nám á háskólastigi þó ekki v/masters eða doktorsnáms.
  • Þeir sem stunda fagnám til starfsréttinda sem ekki eru á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni.
  • Háskólanemar- og nemar í fagnámi þurfa að vera á síðasta námsári eða að hafa lokið námi sínu til að geta fengið styrk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir