Fimm og hálf milljón í refa- og minkaveiði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
21.10.2009
kl. 10.17
Alls nam kostnaður vegna refa- og minkaveiði í Húnaþingi vestra kr. 5.546.591- frá 1. september 2008 – 31. ágúst 2009.
Unnin grendýr voru 62, yrðlingar 176, hlaupadýr 110 og minkar 64. Þetta kemur fram í nýlegri fundagerð Landbúnaðarráðs Húnaþings vestra.
