Finna fyrir minnkandi umferð
Ferðaþjónustuaðilar á Hvammstanga finna fyrir minnkandi umferð við Þjóðveg eitt í sumar en að sögn vertsins á Hlöðunni hefur samdrátturinn verið í samræmi við mælingar á minnkandi umferð.
Segir hún að útlendingarnir komi eins og áður en að íslendingum hafi fækkað verulega á milli ára. Í fréttum á Bylgjunni í gærmorgun kom fram að umferð út frá höfuðborginni um Verslunarmannahelgi hefði dregist saman um 12% á milli ára en sambærilegar mælingar hafa verið gerðar um aðrar stórar ferðahelgar í sumar með sömu og eða svipaðri niðurstöðu.