Fjórir hlutu styrki úr Húnasjóði
Fimm umsóknir bárust um styrki úr Húnasjóði árið 2015 og voru þar af fjórar sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Byggðaráð Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum að veita eftirtöldum umsækjendum styrki að upphæð kr. 100.000 á hvern styrkþega:
Ásta Björnsdóttir, nám til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu.
Björn Líndal Traustason, nám til BS prófs í viðskiptafræði
Rakel Runólfsdóttir, nám til diplóma í opinberri stjórnsýslu
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, nám til E.ed. í faggreinakennslu í grunnskóla.