„Fullt starf að vera eldri borgari“

Frá haustfagnaði eldri borgara í Húnaþingi vestra sem haldinn var í Víðihlíð í gær. Myndir: Anna Scheving.
Frá haustfagnaði eldri borgara í Húnaþingi vestra sem haldinn var í Víðihlíð í gær. Myndir: Anna Scheving.

„Hérna er fullt starf að vera eldri borgari, sagði Anna Scheving í Húnaþing vestra í skeyti sem fylgdi þessum skemmtilegu myndum. Anna hefur verið iðin við að gauka skemmtilegum myndum að okkur hjá Feyki og láta vita af skemmtilegum viðburðum í Húnaþingi vestra.

Að þessu sinni eru myndirnar frá haustfagnaði sem kvenfélögin Freyja og Iðja buðu til í Víðihlíð í gær. Boðið var upp á gúllassúpu og brauð. Síðan tóku viðstaddir lagið undir harmónikkuspili Valda frá Bjargi í Miðfirði. 

Fleiri fréttir