Góð aðsókn í Grettisból

Markaðurinn í Grettisbóli hefur nú verið opinn tvær helgar og eru viðtökur afar jákvæðar. Mörg hundruð manns – gestir og íbúar Húnaþings – heimsóttu markaðinn hvora helgi og salan hefur verið góð, bæði í matvörunni og einnig er handverkinu vel tekið. 

 

Opið verður allar helgar fram yfir miðjan ágúst, laugardaga og sunnudaga kl. 13-19. Klukkan fimm hvorn dag er sagnastund í Grettishringnum, þar sem fornar sagnir, söngvar og ýmsar uppákomur hlýja gestum um hjartað við langeldinn.

/Norðanátt.is

Fleiri fréttir