Góður dagur framundan

Öll él styttir upp um síðir og eftir leiðindarveður gærdagsins heilsar okkur nýr dagur með betra veðri. Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri eða breytilegri átt 3 - 10 metra á sekúndu og skýjað með köflum.

Seint næstu nótt á hann síðan að snúast í austan 5 - 13, hvassast þá á annesjum og dálítil él. Frost 0 - 5 stig.
Sem sagt góður dagur framundan.

Fleiri fréttir