Greiðfært á flestum vegum

Greiðfært er að mestu á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þó eru hálkublettir á Þverárfjalli og snjóþekja og éljagangur á Vatnskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Öxnadalsheiði. 

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg suðlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður vaxandi norðaustanátt í nótt, 8-15 m/s og snjókoma á morgun, hvassast á annesjum. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast SA- og A-lands. Dálítil él N- og A-lands, en annars yfirleitt bjartviðri og frost 1 til 12 stig kaldast inn til landsins NA-lands.

Á laugardag:
Norðaustan 5-10 austast, en annars fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Stöku él N- og A-til, en áfram bjart syðra. Dregur úr frosti vestast, en áfram kalt austantil.

Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Sums staðar frostlaust við V-ströndina, en víða 5 til 12 stiga frost um landið A-vert.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum fyrir norðan og austan, en annars björtu veðri. Frost um land allt.

Fleiri fréttir