Guðný Hrund hættir sem sveitarstjóri Húnaþings vestra

Á 1000. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var sl. mánudag, var lagt fram bréf frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra, þar sem hún segir upp starfi sínu sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá og með næstu mánaðamótum. Uppsögnin er með þriggja mánaða fyrirvara og miðast því starfslok við 31. ágúst nk.

„Síðustu fimm ár hafa verið afar gefandi og á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga. Ég vil þakka samhentri og góðri sveitarstjórn, einstaklega hæfu samstarfsfólki og frábærum íbúum samstarfið þennan tíma. Margt hefur áunnist og framtíðin er björt í því fjárhagslega trausta, heilbrigða og vaxandi samfélagi sem Húnaþing vestra er,“ segir í bókun Guðnýjar.

Byggðarráð þakkaði Guðnýju Hrund fyrir gott samstarf, mikið og óeigingjarnt starf í þágu Húnaþings vestra sl. fimm ár og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir