Gult ástand á öllu landinu - Uppfært - Fjallvegir lokaðir

Spáð er stormi um allt land í dag og hefur Veðurstofan vegna þess gefið út gula viðvörun á öllum spásvæðum vegna þessa. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðvestan 18-25 m/s og éljum og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt er fyrir ökutæki að vera á ferðinni sem taka á sig mikinn vind og er fólk beðið um að huga að lausamunum

Snýst í suðvestan 18-25 með éljagangi og kólnandi veðri seinnipartinn og í kvöld, fyrst S-til. Heldur hægari annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag:
Snýst í austlæga átt með snjókomu víða. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar.

Á laugardag:
Norðlæg átt og snjókoma N-lands, en vestanátt og él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig.

Á sunnudag:
Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.

Uppfært
Nú seinni partinn eru vegirnir um Holtavörðuheiði, Þverárfjall, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokaðir vegna ófærðar og slæms veðurs. Á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að tilkynningar hafi borist um ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði  en björgunarsveitirnar Húnar á Hvammstanga og Heiðar í Borgarfirði voru ræstar út til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir