Gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir allt landið en hvasst er á Norður- og Austurlandi í dag, hríð og kalt í veðri. Suðaustan stormur með úrkomu verður á öllu landinu á morgun og hlýnar en hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir morgundaginn. Í athugasemd veðurfræðings segir að síðdegis á morgun hláni, svo gott sé að athuga með niðurföll þannig að vatn eigi greiða undankomuleið.

Á Norðurlandi vestra má búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu í dag með vindhraða á bilinu 18-25 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 40 m/s, einkum á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Á morgun er reiknað með sunnan og suðaustan 18-25 m/s á morgun og snjókomu, en úrkomuminna og skafrenningi inn til landsins. Hviður allt að 30-40 m/s. Snýst í suðvestan 13-18 með skúrum eða slydduéljum annað kvöld. Hiti kringum frostmark á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir