Hæglætisveður og vegir greiðfærir
Spáin næsta sólahring gerir ráð fyrir hægri austanátt og skýjuðu með köflum. Austan 5-10 m/s eftir hádegi og él, einkum á annesjum, en norðaustan 8-15 undir kvöld. Hiti 0 til 4 stig að deginum.
Hvað færð á vegum varðar þá eru hálkublettir á Vatnsskarði og Þverárfjalli og hálka á Öxnadalsheiði. Aðrir vegir eru greiðfærir.