Hátíðarhaldarar óskast í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsir eftir á heimasíðu sinni eftir aðila, félagasamtökum eða einstaklingum, sem er reiðubúinn að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd hátíðarhalda á Hvammstanga á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk.

Eiga áhugasamir að skila inn umsóknum fyrir 12. mars en í umsókn skal koma fram hugmyndir umsækjanda um dagskrá og annað er lýtur að framkvæmd hátíðarhaldanna.

Fleiri fréttir