Hnúfubakur í miðjum Miðfirði

Hnúfubakur í miðjum Miðfirði   

Íbúar á Vatnsnesinu sáu glitta í stóran svartan blett úti á miðjum Miðfirði fyrir helgi og reyndist svarti bletturinn vera stór hnúfubakur, en hann er talinn vera jafnvel um 30 tonn. Hnúfubakur getur þó orðið allt að 40 tonn á þyngd.

Algengt er að hnúfubakar komi inn á firði og flóa í ætisleit, en hann lifir aðallega á svif, átu og smáfiski, s.s. sandsíli og loðnu. Hann virðist hafa endað líf sitt í kræklingalínu sem er í miðjum firðinum fyrir neðan Gröf, en í línunni er hann fastur og flýtur þar.

Fleiri fréttir