Höfum íbúaskrár réttar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2009
kl. 08.33
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hvetja á heimasíðum sínum til þess að íbúar tilkynni aðseturskipti fyrir 1. desember til þess að íbúaskrá sveitarfélaga verði sem réttust.
Er íbúum bent á að hafa samband við sveitaskrifstofur sínar þurfi þeir að skipta um aðsetur eða í síðasta lagi fyrir 30. nóvember.
