Húnar bjarga kú úr haughúsi
Björgunarsveitin Húnar barst beiðni um aðstoð á bænum Stóra-Ósi í Vestur Hún en þar hafði kýr sloppið úr fjósinu og fallið niður í haughús en verið var að endurnýja grindurnar yfir því.
Vel gekk að koma böndum á beljuna að sögn Húnamanna og hífa hana aftur upp með talíum o.þ.h. búnaði og virtist hún fegin að vera laus úr hremmingunum. Segja má að björgunin gengið mjög vel miðað við aðstæður á staðum, þar sem bæði var erfitt að koma böndum á beljuna og hífa hana svo upp úr haughúsinu en allt gekk vel með góðri samvinnu bænda og björgunarsveitarinnar.
Hægt er að sjá fleiri myndir HÉR
/Húnar.is