Húnaþing vestra ræður lögmann vegna hugsanlegra þjóðlendukrafna
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að ráða lögmann til starfa til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins vegna hugsanlegra þjóðlendukrafna fjármálaráðuneytisins.
Tillagan var lögð fram á 195. fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra, sem haldinn var þann 9. febrúar sl. og var samþykkt með 7 atkvæðum. Samkvæmt fundargerðinni var sveitarstjóra falið það hlutverk að ráða lögmann til starfa.