Hvattir til að lýsa kröfum í þrotabú Sparisjóðsins
Stjórn félags Stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda, (SSPHUN), hvetur þá aðila sem tóku þátt í stofnfjáraukningunum árið 2007 og fjármögnuðu kaupin með lánsfé frá Sparisjóðnum, til að lýsa kröfum í búið í von um að til skuldajöfnunar komi.
Þetta er gert að höfðu samráði við lögmann SSPHUN en frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út þann 10. desember nk.