Íbúum fjölgar milli ára
Hagstofa Íslands hefur gefið út miðársmannfjöldatölur en samkvæmt þeim tölum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fjölgað um 0,4% milli ára.
Árið 2008 var miðársmannfjöldi á Norðurlandi vestra 7392 en árið 2009 var miðársmannfjöldi komin í 7421. Hefur íbúum á Norðurlandi vestra því fjölgað um 29 á milli ára. Á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að íbúum í Skagafirði hafi fjölgað um 48 frá áramótum.