Íþróttamaður USVH tilnefndur á laugardag

Perla Rut Albertsdóttir, íþróttamaður USVH 2018.
Perla Rut Albertsdóttir, íþróttamaður USVH 2018.

Laugardaginn 28. desember kl. 15 verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfubolti.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson, hestaíþróttir.
Hannes Ingi Másson, körfubolti.
Helga Una Björnsdóttir, hestaíþróttir.
Hlynur Rafn Rafnsson, knattspyrna.
Jóhann B. Magnússon, hestaíþróttir.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, körfubolti.

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, var valin íþróttamaður USVH árið 2018 en er ekki tilnefnd nú þar sem hún er ekki lengur með lögheimili í Húnaþingi vestra, en reglur kveða á að svo þurfi að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir