Jóaltónleikar Lóuþræla

S.l. föstudagskvöld fóru Lóuþrælar á vesturbakkann og  alla leið að Borðeyri og héldu tónleika í barnaskóla staðarins. Einhverja kórfélaga vantaði í kórinn samkvæmt heimasíðu kórsins en tónleikarnir heppnuðust ágætlega þrátt fyrir félagamissinn.

Guðmundur Þorbergs og Logi sungu einsöngslögin sín sem tókst vel hjá þeim báðum og hrifu þeir um 40 manns, sem komu að hlusta, upp úr skónum. Eftir tónleikana var hægt að fá sér kakó og smákökur í matsal skólans í boði kórsins og Sparisjóðsins á Hvammstanga.

Næstu tónleikar kórsins verða í félagsheimilinu á Hvammstanga þann 16. desember næstkomandi og eru og hefjast þeir kl. 20:30. Súkkulaði og smá kökur í boði eftir tónleikana og  aðgangseyrir er enginn þar sem þeir eru í boði Sparisjóðsins Hvammstanga og Karlakórsins Lóuþræla.

Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar eru Guðmundur Þorbergsson og Elvar Logi Friðriksson. Kynnir er Guðfinna Kristín Ólafsdóttir. Hugvekju flytur Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir.

Á söngskránni eru jóla- og aðventulög, íslensk og erlend.

Karlakórinn Lóuþrælar og Sparisjóðurinn Hvammstanga.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Norðurlands vestra

Fleiri fréttir