Jólaljós á Hvammstanga
Á Norðanáttinni er gerð úttekt á jólaljósum á Hvammstanga enda aðventan byrjuð og snjórinn mætti á hárréttum tíma þetta árið.
Margir á Hvammstanga hafa tendrað jólaljós og voru þau sérstaklega falleg í snjónum um helgina. Það var því ekki hægt annað en að fara út og mynda jólaljósastemmninguna. Smellið HÉR til að sjá myndirnar.
Svo er nú skemmst frá því að segja að í desember ætlar Norðanátt að veita verðlaun fyrir best skreytta jólahúsið í Húnaþingi vestra, en nánar um það síðar.