Jólasveinar í Félagsheimilinu á Hvammstanga í dag
Vantar þig að koma jólapökkunum til jólasveinanna svo þeir geti komið þeim á rétta staði? Þá er bara að mæta með pakkana í Félagsheimili Hvammstanga í dag Þorláksmessu, milli kl. 21:00 og 22:00, eða á aðfangadag milli kl. 10:30 og 11:30. Gengið er inn undir svölunum og aðeins verður tekið á móti bögglum. Jólasveinarnir munu svo koma jólapökkunum til skila á aðfangadag.