Jólatónleikar í Ásbyrgi
Jólatónleikar verða haldnir í Félagsheimilinu Ásbyrgi laugardaginn 26. nóvember. Á tónleikunum verður fluttur rjóminn af íslenskum og erlendum jólalögum þar sem um 20 flytjendur koma við sögu, þar á meðal krakkar úr Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu.
Á vef Norðanáttar segir að hljómsveitina skipa þau Elínborg Sigurgeirsdóttir á hljómborð, Páll Björnsson á bassa, Guðmundur Helgason á gítar og Tryggvi Þór Tryggvason á trommur.
Krakkarnir í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra verða með sölu á ýmsu gotteríi á meðan tónleikunum stendur, sem hægt verður að gæða sér á.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:15 og aðgangseyrir er 1.500 kr. Miðapantanir verða fimmtudaginn 24. nóvember og föstudaginn 25. nóvember í síma: 848-2017 (Valdi), s. 869 5279 (Ingunn) og s. 894 4931 (Helga Hinriks).
Takmarkaður sætafjöldi. Fyrstir hringja, fyrstir fá.