Kanna á dekkjakurl á sparkvöllum

Samtökin Heimili og skóli vilja láta kanna dekkjakurl á sparkvöllum. Mynd: KSE.
Samtökin Heimili og skóli vilja láta kanna dekkjakurl á sparkvöllum. Mynd: KSE.

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið rekstrarstjóra að kanna hvort dekkjakurl á sparkvöllum í sveitarfélaginu sé heilsuspillandi. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að á gervigrasvöllum sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði það endurnýjað, í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Bréf samtakanna var lagt fram á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á þriðjudaginn. Í fundargerð ráðsins kemur fram, hvað varðar sparkvellina á Hvammstanga og Borðeyri, að um sé að ræða svart gúmmí, vottað af framleiðanda fyrir leiksvæði barna. Það sé slitsterkt og brotni því lítið niður og gefi þar að leiðandi ekki frá sér jafn mikið eiturefni og annað gúmmí. Þá segir í fundargerðinni að fyrirtækið Sport-tækni hafi komið í sumar, hreinsað vellina, allt ryk, gróður og óhreinindi, þvegið kurlið og sett það aftur ofaní vellina ásamt viðbót. /KSE

Fleiri fréttir