Kjöthornið með glæsilega heimasíðu
Kjöthornið á Hvammstanga hefur opnað nýja og glæsilega heimasíðu en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu á kjöti sem slátrað er í héraði. Eigandi Kjöthornsins er Guðmundur Helgason, kjötiðnaðarmaður.
Guðmundur lærði Kjötiðn hjá SS á Hvolsvelli og Kjötvinnslu Sigurðar í Kópavogi.
Hægt er að kaupa kjöt í Kjöthorninu en að sögn Guðmundar er það meira fyrir þá sem eru að kaupa í einhverju magni, t.d. fyrir fermingarveislu.
Þá býður hann upp á nautakjöts magnpakka sem innihalda hakk og gúllas. Í deglunni er að bjóða einnig upp á sparpakka sem innihalda lamba- og folaldakjöt.
Heimasíðu Kjöthornsins má skoða hér