Kynning hafin á fyrirkomulagi sameiningarkosninga

Kynningarbæklingur vegna íbúakosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hefur verið settur í dreifingu og ætti nú væntanlega að hafa borist inn á heimili í báðum sveitarfélögum. Heimili sem hafa afþakkað fjölpóst og fríblöð hafa væntanlega ekki fengið bæklinginn en hægt er að nálgast hann á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans á kynningarsíðunni dalhus.is.

Bæklingurinn er aðallega til að byrja að kynna fyrirkomulag kosninganna ásamt smá samantekt um sveitarfélögin og líkleg áhrif sameiningar: Kynningarbæklingur – rafrænn

Næstu fundir er varða kynningar á tillögu um sameiningu og álit samstarfsnefndar verða sem hér segir:

Dalabyggð: Mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 í Dalabúð í Búðardal

Húnaþing vestra: Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga

Fleiri fréttir