Laufey Harpa sigraði í ljósmyndakeppni FNV

Laufey Harpa með sigurlauninn, Canon 4000 D myndavél, sem  Tengll og Origo gaf. Mynd af FB-síðu NFV.
Laufey Harpa með sigurlauninn, Canon 4000 D myndavél, sem Tengll og Origo gaf. Mynd af FB-síðu NFV.

Félagslíf nemenda við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið öflugt í vetur, segir á heimasíðu skólans, og var m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.

Mynd Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur af Ásbirni Waage, úr söngkeppni FNV, bar sigur úr býtum en þar má sjá tilþrif söngvarans sem sigraði og stemningin á sviðinu skilar sér vel á myndinni.

„Laufey Harpa tekur mikið af myndum og hefur haft það að áhugamáli síðan hún var lítil. Henni finnst mjög gaman að mynda landslagið og fallegan og litríkan himinn. Laufey er dugleg að mynda viðburði á vegum nemendafélagsins og hafa margar myndir eftir hana birst í Molduxa, skólablaði nemenda, í nýjasta tölublaði og eldri blöðum,“ segir á Facebooksíðu skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir