Laus pláss við tréiðnadeild FNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2013
kl. 09.14
Á heimasíðu FNV er sagt frá því að enn sé hægt að bæta við nemendum í tréiðnadeild skólans. Í námslýsingum á heimasíðu skólans kemur fram að boðið sé upp á grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina (20 einingar), húsasmíði (172 einingar) og húsgagnasmíði (172 einingar) við tréiðnadeild skólans. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans eða í síma 455-8000.